English Icelandic
Merchant Accounts Credit Card Services


Um DalPay

Hvað er DalPay og fyrir hverja er það?

DalPay er færslumiðlun og gerir vefsíðueigendum það kleift að taka við kreditkortagreiðslum fyrir vörur eða þjónustu á vefsíðum sínum á öruggan hátt.

Netviðskipti eru ört vaxandi viðskipti og nú er svo komið að þau eru að stækka um 15-20% á ári, til þess að taka þátt í þessari auknu sölu á netinu þá er öllu vefsíðueigendum bráðnauðsynlegt að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á það að greiða fyrir vörur á netinu með greiðslukorti sínu þar sem bæði vefsíðueigandi og viðskiptavinur hans vita þá strax hvort greiðsla hafi átt sér stað. Þarna kemur DalPay inn og útvegar vefsíðueigendum þennan möguleika.

Hvernig er DalPay innleitt í vefsíður?

DalPay lætur alla viðskiptavini sína fá svokallaðar sölusíður þar sem vefsíðueigendur setja inn vörur sínar og verð þeirra. Kaupandi velur viðeigandi vöru af þessari sölusíðu og greiðir síðan fyrir vöruna með því að gefa upp kortaupplýsingar sínar á vefþjónum DalPay.

Einnig er hægt að nota svokallað 'HTTP POST' þar sem vefsíðueigandi sendir okkur þær upplýsingar sem þurfa að koma fram til þess að færsla geti átt sér stað og þá er þeim upplýsingum safnað af vefsíðueiganda og síðan sent á vefþjóna DalPay. Í því tilviki þar sem þessi aðferð er notuð þá þarf korthafi einungis að gefa upp kortaupplýsingar sýnar á vefþjónum DalPay en aðrar upplýsingar hafa verið gefnar upp hjá vefsíðueiganda.

Umfangsmeiri leiðir eru til og krefjast þær ákveðinnar tæknikunnáttu, í þeim tilvikum þá er hægt að hafa ákveðna sjálfvirkni á milli vefþjóna DalPay og vefþjóna viðskiptavina.

DalPay er hægt að nota fyrir bæði einfaldar vefsíður sem selja eina eða fáar vörur upp í stórar vefverslanir með mikið vöruúrval.

Dæmi um einfalda útfærslu þar sem DalPay hýsir sölusíðuna:

http://jon.muna.is - smellið á linkinn 'kaupa disk' til að sjá sölusíðuna.

Eru netgreiðslur DalPay öruggar?

Já netgreiðslur í gegnum DalPay eru tryggðar með SSL dulkóðun og einnig keyrir DalPay á PCI DSS vottuðum vefþjónum.  

Hvað sjá korthafar á greiðslukortayfirlitum sínum þegar þeir greiða fyrir vöru í gegnum DalPay?

Korthafar sjá nafn þess fyrirtækis sem selur þeim vöruna og eru þessar upplýsingar settar upp af kortafyrirtækjunum sjálfum sem söluaðilinn er í viðskiptum við.

Í þeim tilvikum þar sem um er að ræða byrgja DalPay Retail (DalPay.is) þá kemur einfaldlega bara DalPay.is eða DalPay.is/NAFN sem er endursöluaðili fyrir ýmsar vörur.  

Er DalPay erlent fyrirtæki eða er það Íslenskt?  

DalPay er Íslenskt fyrirtæki og er í eigu Snorrason Holdings ehf. sem er með aðsetur sitt á Dalvík.  

Er Dalpay eingöngu á ensku?

Já og Nei, DalPay er greiðslumiðlun sem notuð er af viðskiptavinum í yfir 30 löndum og því ógerandi að vera með allt kerfið á mörgum tungumálum og er því aðgangurinn fyrir vefsíðueigendur á ensku.

Hins vegar er hægt að velja tungumál á þeim síðum sem snúa að korthafa sem er að greiða fyrir vöru, þar fær hann útskýringar á t.d. íslensku og staðfestingu á kaupum sínum á íslensku einnig.  

Hvað kostar þessi þjónusta?

Kostnaðurinn við þjónustuna er misjafn og fer eftir því hvað er verið að selja, hvað mikið er selt og hvað færslurnar eru margar, hvert er verið að selja (Ísland eingöngu eða erlendis líka) og því þarf að semja um það sérstaklega byggt á þessum upplýsingum.

í Þeim tilvikum þar sem söluaðilar eru nú þegar með samninga sína beint við kortafyrirtækin þá tökum við eingöngu fast mánaðargjald fyrir okkar þjónustu og ræðst gjaldið af umfangi viðskiptavinanna.

Uppsetningarkostnaður er enginn hjá DalPay og því frítt að tengjast okkur, hins vegar getur verið um uppsetningarkostnað að ræða hjá kortafyrirtækjunum sjálfum í þeim tilvikum þar sem samið er beint við þau.

Ef mig vantar frekari upplýsingar eða vil fá aðgang að kerfinu ykkar hvað er þá næsta skref?

Allar upplýsingar um DalPay er hægt að finna með því að smella á viðeigandi tengla í valslánni hérna fyrir ofan en athugið að þær eru allar á ensku.

Ef þú vilt fá aðgang að kerfinu okkar þá er fyrsta skref að sækja um aðgang hér: /is/pages/application.html

Um leið og okkur hefur borist umsóknin þá höfum við samband við þig. Ef einhverjar spurningar eru þá er best að hafa samband við okkur í síma 412-2600.