English Icelandic
Merchant Accounts Credit Card Services


Rolling Reserve tryggingarinnar

Rolling Reserve, stundum kallað Rollover Reserve, er ákveðin trygging sem greiðslukortafyrirtækin halda eftir af hverri færslu. Misjafnt er hve hátt hlutfall tryggingin er, en oftast er hún á bilinu 5-10%. Endurgreiðsla tryggingarinnar fer fram 6 mánuðum eftir að færsla hefur verið framkvæmd.

Tilgangur Rolling Reserve tryggingarinnar

Trygging þessi er í varðveislu greiðslukortafyrirtækjanna (t.d. Valitor, Borgun) og á hún að bæta þeim tjón gegn færsluákærum (e.chargeback) og/eða sektum sem gætu myndast ef seld þjónusta/vara er ekki innt af hendi, eins og lofað var o.s.frv.

Greiðslukortafyrirtækin hagnast ekki á varðveislu tryggingnarinnar, þ.e. fá ekki greidda vexti.

Ef þú lokar reikningi þínum, eða DalPay lokar fyrir aðgang þinn, er tryggingin greidd út 180 dögum eftir lokun reiknings þíns, samkvæmt skilmálum DalPay Retail.

Í hvaða tilfellum er Rolling Reserve tekið af sölu?

  • Rolling Reserve er ekki tekið af þegar um er að ræða sölu þjónustu/vara í íslenskum krónum.
  • Rolling Reserver er tekið af þegar um er að ræða sölu þjónustu/vara í erlendum gjaldmiðlum.
  • Meta þarf hvort Rolling Reserve er tekið, þegar um er að ræða sölu til landa sem talið er að mikil áhætta fylgir (e. high risk countries)

Hlutfall Rolling Reserve af sölu er misjafnt og er það metið út frá eftirfarandi atriðum og veltur það oftast á ákvörðun greiðslukortafyrirtækjanna:

  • Hvort um sé að ræða sölu áþreifanlegs eða óáþreifanlegs varnings.
  • Hlutfall færsluákæra (e. chargeback) er undir 0,5%
  • Endurgreiðsluhlutfallið er undir 1% af veltu.
  • Hvort hægt sé að sýna fram á afhendingu vara með undirritun korthafa/viðtakanda.


Síða uppfærð 16. nóvember 2009.